MeinafrŠ­i

YfirlŠkniráJˇhannes Bj÷rnson YfirlÝfeindafrŠ­ingur Hildur Halldˇrsdˇttir Hlutverk: MeinafrŠ­ideildin ber ßbyrg­ ß greiningu hverskonar vefjasřna sem

MeinafrŠ­i


Hlutverk: Meinafræðideildin ber ábyrgð á greiningu hverskonar vefjasýna sem berast SAk og  spannar þjónustusvæði deildarinnar svæðið frá Norðurlandi til Norðausturlands. Vefjasýni sem berast deildinni fara í ákveðið vinnsluferli áður en þau eru tilbúin til smásjárskoðunar og greiningar. Allar vefjasneiðar eru t.a.m. litaðar með grunnlit (H&E litun) sem litar kjarna, umfrymi og millivefjagerð vefsins. Auk þess eru litaðar margvíslegar sérlitanir sem sýna fram á ólíka eiginleika og efnisþætti fruma og millifrumuefnis og eru því mikilvæg hjálpartæki við sjúkdómsgreiningu.

Meðalvinnslutími vefjasýna er 18 - 24 klukkustundir. Þau sýni sem njóta forgangs eru þó unnin þannig að svör berist innan nokkurra klukkustunda eða eins fljótt og hægt er.

Þá er deildin skurðlæknum sjúkrahússins til taks þegar gera þarf frystiskurði meðan að á aðgerð stendur. Þá er snöggfrystandi úða (-50°C) úðað yfir ferskan vefinn, sem síðan er skorinn í örþunnar sneiðar í frystiskurðartæki og litaður með H&E litun. Í flestum tilfellum berst svar á um innan við 15 - 20 mínútum frá því að sýnið barst deildinni.

Allar ónæmisfræðilegar litanir eru sendar á Rannsóknarstofu HÍ (RHÍ) í vefjameinafræði í Reykjavík en meinafræðideildin leggur áherslu á gott samráð og samvinnu við RHÍ sem og rannsóknarstofur víðsvegar í heiminum.

Meinafræðingar RHÍ sjá um allar krufningar, fósturkrufningar og fylgjugreiningar fyrir sjúkrahúsið á Akureyri.

Á deildinni starfa meinafræðingur, tveir lífeindafræðingar og ritari lækna.

 

 

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112