- Forstöðuhjúkrunarfræðingur er Anna Margrét Tryggvadóttir
Á skurðdeild starfa skurðhjúkrunarfræðingar, sjúkraliði og starfsmenn við ræstingar.
Markmið hjúkrunar á skurðstofu er að veita sjúklingum hjúkrun sem mætir þörfum hvers og eins og að tryggja velferð og öryggi á meðan á aðgerð stendur. Starfið byggir á teymisvinnu þar sem margar starfsstéttir vinna að sama markmiði. Skurðhjúkrun er í stöðugri þróun í takt við síbreytilegar þarfir samfélagsins og þróun skurðhjúkrunar.
Verkefni okkar eru fjölbreytt sem skýrist af þeim breiða sjúklingahópi sem við sinnum og þátttöku í ólíkum aðgerðum. Til okkar koma sjúklingar á öllum aldri, með ólík vandamál.
Sumir koma einungis á sjúkrahúsið til að fara í aðgerð og fara heim samdægurs. Aðrir leggjast inn á sjúkradeild, ýmist fyrir eða eftir aðgerð.
Sótthreinsun tók til starfa 27. maí 1982 í núverandi húsnæði, sem þá var nýbyggt og hannað fyrir starfsemina.
Verkefni deildarinnar eru pökkun og dauðhreinsun verkfæra, umbúða og líns fyrir allt sjúkrahúsið.
Flest verkefni deildarinnar eru fyrir skurðstofurnar en auk þeirra nýta aðrir aðilar sér þjónustu hennar t.d. Dvalarheimilið Hlíð, apótekin og sjúkraflug.
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært: fös 11.mar 2016