Forstöðuhjúkrunarfræðingur svæfingadeildar er Sólveig Björk Skjaldardóttir.
Forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga er Oddur Ólafsson.
Á svæfingadeild starfa svæfingahjúkrunarfræðingar og svæfingalæknar, sem í sameiningu sjá um líðan aðgerðasjúklinga. Markmiðið er að veita bestu þjónustu sem kostur er á og tryggja velferð og öryggi sjúklinga í aðgerðaferlinu.
Auk skurðstofanna sinnir svæfingadeildin bráðamóttöku, myndgreiningardeild, geðdeild og fæðingadeild. Einnig kemur svæfingadeildin að sérhæfðari verkefnum eins og ísetningu æðaleggja, endurlífgun og verkjaþjónustu á öðrum deildum.
Starfsfólk deildarinnar tekur virkan þátt í kennslu læknanema, hjúkrunarnema, þjálfun sjúkraflutningamanna og kennslu í endurlífgun fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært: fim 4.jan 2018