Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum, en öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið. Hægt er að leggja inn almenna umsókn "Viltu vera á skrá" en þær umsóknir eru ekki teknar með í úrvinnslu á auglýstum störfum.
*ATHUGIÐ að með öllum umsóknum um starf þarf að fylgja mynd með hvítum bakgrunni fyrir starfsmannakort verði að ráðningu.
Uppfært: þri 21.des 2021