Bólusetning starfsmanna vegna COVID-19 hafin

Bólusetning starfsmanna vegna COVID-19 hafin „Þá var kátt í höllinni“......eða á sjúkrahúsinu allavega. Sjúkrahúsið á Akureyri byrjaði bólusetningu

Bólusetning starfsmanna vegna COVID-19 hafin

„Þá var kátt í höllinni“......eða á sjúkrahúsinu allavega.

Sjúkrahúsið á Akureyri byrjaði bólusetningu starfsfólks vegna COVID-19 kl. 10 í dag miðvikudaginn 30. desember 2020.

Fyrsti starfsmaður Sjúkrahússins á Akureyri sem fékk bólusetningu var Jón Pálmi Óskarsson forstöðulæknir bráðalækninga. Alls verður um 130 einstaklingum boðin bólusetning í fyrstu umferð sem er það magn sem sjúkrahúsið fær úthlutað af þessari fyrstu sendingu til landsins. Það dugar til að bólusetja starfsmenn er sinna sjúklingum á bráðamóttöku, gjörgæslu og þá sem mest hafa sinnt COVID-19 sjúklingum. Þá verður elsti inniliggjandi sjúklingahópurinn bólusettur. Jóna Valdís Ólafsdóttir forstöðulyfjafræðingur tók á móti fyrstu 130 skömmtunum af COVID-19 bóluefninu fyrir hönd sjúkrahússins.

Þetta er gleðidagur sem lengi hefur verið beðið eftir. Margir hafa komið að undirbúningi og eiga þeir allir miklar þakkir skyldar fyrir sín störf.


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112