Fagráð er tiltölulega nýstofnað ráð innan SAk. Það var stofnað í lok ársins 2020 í framhaldi af breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og nýrrar reglugerðar um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa nr. 1111/20. Fagráðið hóf starfsemi sína í byrjun árs 2021.
Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera álitsgjafi forstjóra og framkvæmdastjórnar um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag stofnunarinnar. Forstjóri er þó ekki bundinn af áliti fagráðs. Einnig á starfsemi fagráðs að endurspegla áherslu á teymisvinnu, þverfaglega nálgun og samfellu í meðferð við sjúklinga. Reglulegir upplýsinga- og samráðsfundir með forstjóra og framkvæmdastjórn eru haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári en oftar ef þurfa þykir.
Forstjóri skipar fagráð til þriggja ára í senn og í því eiga að sitja að minnsta kosti einn fulltrúi lækna, einn fulltrúi hjúkrunarfræðinga og einn fulltrúi annarra heilbrigðisstétta sem eru í föstu starfi innan heilbrigðisstofnunarinnar.
Erindi til fagráðs má gjarnan senda á netfangið: fagrad@sak.is
Fagráðið er þannig skipað frá 01.05.2022:
Jóna Valdís Ólafsdóttir, lyfjafræðingur, formaður
Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðilæknir, varaformaður
Jónína Þuríður Jóhannsdóttir, lífeindafræðingur, ritari
Elvar Örn Birgisson, geislafræðingur
Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Fyrir áhugasama má lesa nánar um fagráð heilbrigðisstofnana hér:
40/2007: Lög um heilbrigðisþjónustu