Ganga, sumarstarfsemi og GŠ­ingur

Ganga, sumarstarfsemi og GŠ­ingur Enn eitt dŠmi­ um ■ann velvilja sem rÝkir Ý samfÚlaginu gagnvart ■vÝ starfi sem hÚr er unni­ hefur veri­ Ý frÚttum Ý

Ganga, sumarstarfsemi og GŠ­ingur

Bjarni Jˇnasson, forstjˇri
Bjarni Jˇnasson, forstjˇri

Enn eitt dæmið um þann velvilja sem ríkir í samfélaginu gagnvart því starfi sem hér er unnið hefur verið í fréttum í vikunni. Þá var greint frá undirbúningi Slökkviliðsmanna á Akureyri sem ætla að ganga Eyjafjarðarhringinn um verslunarmannahelgina í fullum reykköfunarklæðum með súrefniskút til að safna fé til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri, sem eru að fjármagna kaup á ferðafóstru. Bestu þakkir til allra þeirra sem að þessu verkefni koma.

Nú þegar sumarleyfi landsmanna og starfsmanna eru í hámarki finnum við sem hér störfum oft fyrir auknu álagi á einstökum þáttum starfseminnar. Við sjáum t.d. fleiri koma á bráðamóttökuna yfir sumarmánuðina en flesta aðra mánuði ársins og fjöldi legudaga á bráðalegudeildum eru svipaðir og aðra mánuði ársins. Þannig er einnig með ýmsa aðra þætti í okkar starfsemi. Þetta þýðir oft að ýmis verkefni sem til lengri tíma bæta þjónustu, vinnulag og vinnuumhverfi eru sett til hliðar yfir sumarið.

Það eru þó verkefni sem m.a. tengjast Gæðingnum sem við þurfum eftir fremsta megni að gæta þess að missa ekki taktinn í og fylgja þeim eftir eins og mögulegt er. Þar má nefna eftirfylgni með úrvinnslu á niðurstöðum teymisúttekta starfseininga, og undirbúningi að að næstu úttekt vegna gæðavottunar sem verður 1. og 2. nóvember nk. Í því sambandi er mikilvægt að fylgja eftir úrbótaáætluninni sem gerð var í kjölfar síðustu gæðaúttektar. Við þá vinnu er gæðastjóri ávallt reiðubúinn til þess að veita leiðbeiningar og aðstoð.

Njótum sumarsins hvort heldur við erum við dagleg störf eða í sumarleyfi.

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Bestu kveðjur og góða helgi
Bjarni Jónasson


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112