Áhrif covid á starfsemina

Áhrif covid á starfsemina Nú þegar COVID-19 faraldurinn virðist vera að fjara út hér á landi, í bili að minnsta kosti, og létt hefur verið á viðbúnaði fer

Áhrif covid á starfsemina

Bjarni Jónasson, forstjóri
Bjarni Jónasson, forstjóri

Nú þegar COVID-19 faraldurinn virðist vera að fjara út hér á landi, í bili að minnsta kosti, og létt hefur verið á viðbúnaði fer hefðbundin starfsemi að komast í eðlilegt horf. Áhrif faraldursins á hefðbundna starfsemi sjúkrahússins sést vel þegar starfsemistölur tímabilisins janúar til apríl eru bornar saman við fyrra ár. Skurðaðgerðir eru um 430 færri eða 31%, komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 10-35% og sama er með rannsóknir. Þá fækkaði legudögum um 14% og komur á bráðamóttöku voru um 20% færri.

Það tókst vel að undirbúa og eiga við COVID-19. Það var áhlaupaverk sem tókst vel. Til hamingju með það öll.

Haldið verður áfram að létta á aðgangstakmörkum en munum samt sem áður að hafa smitgát í heiðri. Nú liggur fyrir sú áskorun að vinna upp þá þjónustu sem frestað var og er það starf komið í gang. Einnig er mikilvægt að nýta reynslu og þekkingu undanfarinna vikna til umbóta í starfi.

Sumarstarfsemi verður samkvæmt starfsáætlun.


Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur helgað hjúkrunarfræðingum árið 2020 og alþjóðadagur hjúkrunar var 12. maí sl.. Mikilvægi hjúkrunar hefur berlega komið skýrt fram í þeim verkefnum sem heilbrigðisþjónustan hefur staðið í að undanförnu. Ég óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn og árið.     

Áformað var að hafa ársfund sjúkrahússins í maí en í ljósi aðstæðna verður hann færður til haustsins.

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Bestu kveðjur og góða helgi.

Bjarni Jónasson


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112