Covid-19 og Gæðingurinn

Covid-19 og Gæðingurinn Covid-19 faraldurinn hefur sett merki sitt á starfsemina hjá okkur í ár. Nú síðast raskaðist starfsemin á Kristnesspítala þegar

Covid-19 og Gæðingurinn

Bjarni Jónasson, forstjóri
Bjarni Jónasson, forstjóri

Covid-19 faraldurinn hefur sett merki sitt á starfsemina hjá okkur í ár. Nú síðast raskaðist starfsemin á Kristnesspítala þegar smit kom upp hjá starfsmanni eins og fram hefur komið og starfsmenn og sjúklingar fóru í sóttkví. Það er mikil vinna sem fer í að tryggja að Covid viðbragð sjúkrahússins sé eins og best er á kosið þegar á reynir og ánægjulegt að sjá að þar leggjast allir á eitt. Hafið bestu þakkir fyrir það.

Starfsemin tímabilið janúar til september ber þess glögg merki hver áhrif faraldursins hafa verið til þessa. Miðað við sama tímabil á síðasta ári fækkaði komum á dag- og göngudeildir um 10%. Komur á bráðamóttöku voru um 13% færri og skurðaðgerðum fækkaði um 26%. Fæðingar voru 291 sem sami fjöldi og á fyrra ári. Þá fækkaði legudögum um 10% og rannsóknum fækkaði á bilinu 6-18%.

            Þegar unnið var að undirbúningi sjúkrahússins á Covid viðbragðinu sem og í allri vinnu tengdum faraldrinum kom í ljós hve vel uppbyggt gæðakerfi skiptir miklu máli. Síðustu tvo daga hafa úttektaraðilar frá DNV – GL unnið að tímabilsúttekt á gæðakerfinu okkar skv. staðli DNV-GL DNV International Accreditation for Hospitals og kröfum ISO 9001:2015 staðalsins. Úttektin sem í ljósi aðstæðna var fjarúttekt gekk vel og áhugavert að sjá hvernig tæknin nýtist vel í svona verkefni. Á fundi þar sem farið var yfir fyrstu niðurstöður úttektarinnar kom ágætlega fram hve mikil framþróun hefur verið í gæðastarfinu – sem hefur það markmið að bæta öryggi sjúklinga og starfsmanna. Þetta endurspeglar ekki síst þann frábæra hóp sem hér starfar. Kærar þakkir til ykkar allra. Vel gert.

Úttektaraðilarnir munu nú vinna skýrslu um úttektina. Þar munu koma fram þau umbótaverkefni sem vinna þarf að á næstunni til að gera gott starf enn betra. Myndin hér að neðan sýnir vegferð Gæðingsins okkar.

 

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI 

Bestu kveðjur og góða helgi 

Bjarni Jónasson

 

 


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112