Eitt af því sem Covid faraldurinn hefur leitt af sér er stökk í nýtingu á fjarheilbrigðisþjónustu. Hér eru ýmsar lausnir í notkun og aðrar í innleiðingu s.s. samskipta- og skipulagslausnin Memaxi sem verið er að innleiða á Kristnesspítala. Markmiðið með þeirri lausn er að bæta gæði þjónustunnar og miðlun upplýsinga ásamt því að gera sjúklingum kleift að taka virkan þátt og axla meiri ábyrgð á endurhæfingaferlinu. Á næstunni verður farið í að skoða frekar hvernig við getum nýtt fjarheilbrigðisþjónustu með árangursríkum hætti í okkar starfsemi.
Undirbúningur byggingar legudeildar hefur gengið hægar en væntingar okkar hafa staðið til. Nú er að fara í gang vinna með Framkvæmdasýslu ríkisins og heilbrigðisráðuneytinu þar sem frumathugunargögn vegna byggingarinnar verða uppfærð heildstætt. Þá ætti að koma meiri skriður á þetta mikilvæga verkefni.
Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI
Bestu kveðjur og góða helgi.
Bjarni Jónasson