SAk fyrir samfélagið heitir stefnan okkar og lýsir þeirri stöðu sem við viljum sjá 2021. Frá því stefnunni var hleypt af stokkunum á ársfundi 2017 hefur margt áunnist og mörg þau verkefni sem sett hafa verið af stað hafa unnist til enda og önnur eru þess eðlis að líkja má við langhlaup. Sem dæmi má nefna lífsmarkamælingar á legudeildum sem fara beint í sjúkraskrá, áframhaldandi þróun göngudeildarstarfsemi og innleiðsla rafrænna lausna. Þá má nefna endurnýjun á gæðavottunum, innleiðingu á stefnu fyrir sjúkraflutningaskólann, þróun á sérnámi heilbrigðisstétta, stöðumat og aðgerðaráætlun m.t.t. háskólasjúkrahúss, innleiðing vísindastefnu, heilsustefnu og rafræna fræðslu. Framvinda lykilaðgerða á síðasta ári markaðist nokkuð af covid faraldrinum en engu að síður náðust góðir áfangar.
Áfram verður haldið á þessu ári og hefur stefnuskjalið okkar SAk fyrir samfélagið verið uppfært með lykilaðgerðum sem unnið verður að í ár. Þar eru tilteknar aðgerðir sem miða m.a. að þróun þjónustunnar, aðgerðir til að bæta gæði og öryggi og auka skilvirkni þjónustu. Einnig aðgerðir sem bæta kennslu nema, fræðslu starfsmanna og lúta að umhverfismálum. Hvet alla til að taka þátt í þeim verkefnum sem að þeim snúa.
Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI
Bestu kveðjur og góða helgi.
Bjarni Jónasson