Starfs- og rekstraráætlun 2021

Starfs- og rekstraráætlun 2021 Ágætu samstarfsmenn! Starfsemi sjúkrahússins raskaðist á síðasta ári þegar covid fór af stað. Á þessu ári gerum við ráð

Starfs- og rekstraráætlun 2021

Bjarni Jónasson, forstjóri
Bjarni Jónasson, forstjóri

Ágætu samstarfsmenn! 

Starfsemi sjúkrahússins raskaðist á síðasta ári þegar covid fór af stað. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að í megin dráttum verði umfang í starfsemi sjúkrahússins með svipuðu sniði og árið 2019 þó með öllum þeim fyrirvörum sem covid kann að hafa á starfsemina á árinu.

            Fjárveitingar til sjúkrahússins aukast um 1,8% til að mæta aukinni þjónustuþörf en jafnframt er gerð 0,5% hagræðingarkrafa og því er um að ræða 1,3% raunvöxt fjárveitinga. Forsendur fjárlaga gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður hækki um 4,0 % frá fyrra ári vegna launagjalda en 2,7%  vegna almennra rekstrargjalda og sértekna. Fjárveiting til stærri og smærri tækjakaupa er 203,8 mkr. og lækkar um 4,1 mkr. frá fyrra ári. Viðamesta framkvæmdin verður áframhaldandi uppbygging á húsnæði sjúkrahúsapóteksins. Þá verður unnið að viðhaldi loftræsikerfis og brunavarna auk annarra smærri verkefna.

Heildarútgjöld ársins eru áætluð 10.207 mkr. eða um 28 mkr. að meðaltali dag hvern, þar af er áætlaður launakostnaður um 21,5 mkr. Í áætluninni er gert ráð fyrir aðhaldi í rekstri með aukinni skilvirkni innkaupa og samdrætti í yfirvinnu. Átaksverkefni til að stytta biðlista eftir aðgerðum verður fram haldið en sjúkrahúsið fær sérstaklega greitt fyrir þátttöku í því verkefni. 

            Unnið verður áfram í samræmi við megináherslur í stefnuskjalinu Stefna og framtíðarsýn til 2021, SAk fyrir samfélagið og áherslur Heilbrigðisstefnu 2030. Þá verður áfram unnið að umbótum á verklagi í samræmi við gæðastaðla. Ég vil sérstaklega nefna tvö verkefni sem unnin verða á árinu og leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á starfsemina til lengri tíma.

            Verkefnið Betri vinnutími verður innleitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Þetta er viðamikið og flókið verkefni sem mikilvægt er að leysist vel þannig að markmiðin með breytingunni náist.

            Hitt verkefnið er undirbúningur að fjármögnun sjúkrahússins með þjónustutengdu fjármögnunarkerfi byggt á DRG en stefnt er að því að fjármögnun árið 2022 verði með þeim hætti. Grunnur að því er skráning og kóðun allrar þjónustu sem veitt er.

Ég trúi því að ef allir leggjast á eitt þá náist að innleiða þær breytingar sem þessi verkefni hafa í för með sér. Kærar þakkir allra til þeirra sem að þessum verkefnum koma. 

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI 

Bestu kveðjur og góða helgi

Bjarni Jónasson


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112