Sumarið og samfélagið

Sumarið og samfélagið Nú þegar starfsemin er að komast í hefðbundið form er athyglisvert að skoða komur á bráðamóttökuna frá áramótum til loka maí. Á

Sumarið og samfélagið

Nú þegar starfsemin er að komast í hefðbundið form er athyglisvert að skoða komur á bráðamóttökuna frá áramótum til loka maí. Á meðfylgjandi mynd sést að komum fækkar  verulega um miðjan mars þegar Covid faraldurinn fer að hafa áhrif á gang samfélagsins en færast í fyrra horf þegar aflétting samkomu- og aðgangstakmarkana hefst. Svipaða þróun hafa aðrir verið að sjá og verðugt að kanna hvað veldur. 

Nú styttist í sumarleyfi fari á fulla ferð og kærkomið frí á næsta leiti. Misvel hefur gengið að ráða í sumarafleysingar en allir legga sig fram við að skipuleggja sumarstarfsemina í samræmi við starfsáætlun ársins. Í afleysingar koma bæði nýir starfsmenn og einnig starfsmenn sem hafa verið hér áður í afleysingum. Við bjóðum þá velkomna til starfa. Rafræna fræðslan sem nýliðum og öðrum starfsmönnum stendur til boða í gegnum Eloomi fræðslukerfið hefur verið stytt og gerð markvissari. Ég vil hvetja alla til að kynna sér Eloomi og það fræðsluefni sem þar er í boði. Sem fyrr veit ég að vel verður tekið á móti þessum nýju starfsmönnum og óska þeim og okkur öllum velfarnaðar í krefjandi störfum.

Velvilji samfélagsins til sjúkrahússins er sífellt að birtast okkur í hinum ýmsu myndum. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi hefur tekið til í skóginum við Kristnes, fyrirtækin Whale watching Hauganes, Baccalárbar og SBA Norðurleið bjóða starfsmönnum í ævintýraferð og til að bæta gæði rafmagns sem fer hér í hús og búnað eru fyrirtækin Rafeyri, Ískraft, Orkulausnir, Skútaberg, Norðurorka og Slippurinn að bæta jarðtengingar um djúpskaut. Öllum þessum aðilum vil ég færa bestu bestu þakkir fyrir höfðingsskap og hlýhug. 

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI 

Bestu kveðjur og góða helgi.

Bjarni Jónasson


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112