Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar „Komið er vorið, allt kviknar að nýju, kuldinn og myrkrið er horfið á braut ...“ svo orti Gísli á Uppsölum í kvæðinu sínu Vorkoma.

Gleðilegt sumar

Bjarni Jónasson, forstjóri
Bjarni Jónasson, forstjóri

„Komið er vorið, allt kviknar að nýju, kuldinn og myrkrið er horfið á braut ...“ svo orti Gísli á Uppsölum í kvæðinu sínu Vorkoma. Samkvæmt almanakinu er sumarið komið.

Eitt af verkefnunum sem unnið hefur verið í vetur og kemur að fullu fram í sumar er verkefnið „Betri vinnutími“. Meginmarkmið verkefnisins, sem á rætur að rekja til kjarasamninga 2020, er að stuðla að umbótum í starfsemi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæði þjónustu. Fyrir dagvinnumenn tók breytingin gildi um áramótin en fyrir vaktavinnumenn tekur breytingin gildi 1. maí nk. Verkefnið er ein umfangsmesta kerfisbreyting sem gerð hefur verið á vinnumarkaði í langan tíma.

Útfærslan á þessum er breytingum ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki. Það eru miklar áskoranir sem fylgja þessum breytingum en öflugur hópur kemur að undirbúningi og innleiðingu verkefnisins. Í svona viðamiklu verkefni má búast við að upp komi hnökrar sem sníða þarf til á næstu mánuðum svo markmið breytinganna náist fram - við klárum þetta saman. Bestu þakkir til ykkar allra fyrir frábær störf í vetur og bestu óskir um sólríkt og gott sumar. 

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI 

Bestu kveðjur og góða helgi.

Bjarni Jónasson

 


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112