Grill og gaman Ý dagsins ÷nn

Grill og gaman Ý dagsins ÷nn Glaumur stˇ­ fyrir ßrlegri sumrahßtÝ­ ß H÷mrum Ý vikunni. Ůar var miki­ fj÷r og gaman ■ar sem starfsfˇlk og gestir ■eirra

Grill og gaman Ý dagsins ÷nn

Bjarni Jˇnasson, forstjˇri
Bjarni Jˇnasson, forstjˇri

Glaumur stóð fyrir árlegri sumrahátíð á Hömrum í vikunni. Þar var mikið fjör og gaman þar sem starfsfólk og gestir þeirra skemmtu sér hið besta við grill, söng og leik. Kærar þakkir til þeirra sem komu að þessum skemmtilega viðburði.

Framtíðarsýnin - SAk fyrir samfélagið - hefur fallið í góðan jarðveg. Nú reynir á að koma þeim áherslum sem þar eru í framkvæmd. Framkvæmdastjórn mun hafa yfirumsjón með framvindunni. Gerð hefur verið verkáætlun um framkvæmd lykilaðgerða tímabilið 2017 til 2018. Við þá vinnu verður leitast við að virkja sem flesta til verka.

Starfsemi það sem af er ári hefur verið ívið meiri en á sama tíma í fyrra. Oft hafa komið krefjandi álagstoppar og þá reynt á þrautseigju og útsjónarsemi. Ef rýnt er í starfsemistölurnar sést að mest aukning er á fjölda sjúkrafluga en þeim fjölgaði um 15% og voru 308. Um 3% aukning er á komum á bráðamóttöku, einnig hefur komum á dag- og göngudeildir í heild fjölgað og þá hefur rannsóknum fjölgað nokkuð. Átakið við að stytta biðtíma eftir aðgerðum gengur vel og samkvæmt áætlun. Athygli vekur að fæðingum fækkar og eru einungis 144 sem er fækkun um 13% frá fyrra ári.

Nú eru sumarleyfistímabilið að ná hámarki. Það er ánægjulegt að hafa gott fólk í sumarafleysingum sem vinnur gott starf með góðum stuðningi frá reyndari starfsmönnum. Hafið öll bestu þakkir fyrir.

Njótum sumarsins hvort heldur við erum við störf eða úti í sólinni

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Bestu kveðjur og góða helgi

Bjarni Jónasson


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112