Almennt - 27. febrúar 2023 - Lestrar 68
Þann 22. september 2022 gáfu Oddfellow stúkurnar Laufey, Sjöfn, Freyja og Rán höfðinglega gjöf til legudeildar Geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Voru deildinni gefnar 11 ljósmyndir eftir Eyþór Inga Jónsson ljósmyndara sem prýða nú deildina sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki til mikillar ánægju. Eyþór Ingi lagði einnig sitt af mörkum með því að veita afslátt af verði myndanna til deildarinnar.
Starfsfólk deildarinnar þakkar kærlega fyrir gjöfina.