Kennslusj˙krah˙si­ og jˇlin

Kennslusj˙krah˙si­ og jˇlin ┴gŠtu samstarfsmenn Haust÷nnin hefur veri­ annas÷m Ý kennslu nema og starfsmanna. SÝ­ari hluta oktˇber voru sem dŠmi allt

Kennslusj˙krah˙si­ og jˇlin

Bjarni Jˇnasson, forstjˇri
Bjarni Jˇnasson, forstjˇri

Ágætu samstarfsmenn

Haustönnin hefur verið annasöm í kennslu nema og starfsmanna. Síðari hluta október voru sem dæmi allt að 37 nemar í einu hjá okkur. Þetta voru hjúkrunarnemar á 3. og 4 ári og iðjuþjálfanemar á 1. og  3. ári frá Háskólanum á Akureyri, læknanemar á 4. ári og sjúkraþjálfanemar í meistaranámi frá Háskóla Íslands og matartæknanemi frá VMA. Samningar eru við þessa skóla um að taka nema í klínískt nám. Þess utan höfum við verið að taka sjúkraliðanema frá öðrum skólum hér innanlands s.s. Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Einnig koma hingað margir íslenskir læknanemar sem eru við nám erlendis og taka klíníska hluta námsins hér. Það sem af er þessu ári hafa hátt í 300 nemar stundað nám hjá okkur.

Við höfum áfram tekið þátt í uppbygginu framhaldsnáms í sérgreinalækningum í samstarfi Royal College of Physicians og Landspítala. Í upphafi var horft til framhaldsnáms í lyflækningum en nú er unnið að því að taka inn fleiri sérgreinar. Góð reynsla er af þátttöku sjúkrahússins í þessu samstarfi og metnaður hjá öllum samstarfsaðilum að þróa þetta samstarf áfram. 

            Starfsmenn sjúkrahússins hafa einnig verið að bæta og viðhalda sinni þekkingu á hinum ýmsu námskeiðum sem í boði eru. Þar má m.a. nefna að í vikunni hefur verið í gangi námskeið í sérhæfðri endurlífugun II og fyrr í haust var námskeið í sérhæfðri endurlífgun I  og í sérhæfðri endurlífgun barna. Allt þetta starf er liður í því að tryggja örugga og góða þjónustu í nútíð og framtíð samfélaginu til heilla. Öllum þeim sem að þessu hafa komið færi ég bestu þakkir.

            Bráðum koma blessuð jólin og þá er sungið allir fá þá eitthvað fallegt ... Eins og fyrri ár hefur framkvæmdastjórn ákveðið að gefa starfsmönnum jólagjöf með þakklæti fyrir það mikla og góða starf sem unnið hefur verið á árinu. Jólagjöfin, hamborgarhryggur eða ostakarfa verður afhent um miðjan desember.   

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Bestu kveðjur og góða helgi.

Bjarni Jónasson

 


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112