Nßm, ˙tskrift og nřir starfsmenn

Nßm, ˙tskrift og nřir starfsmenn ┴gŠtu samstarfsmenn Sj˙krah˙si­ er alltaf a­ eflast sem kennslusj˙krah˙s. ┴ sÝ­asta ßri voru um 320 nemar Ý klÝnÝsku

Nßm, ˙tskrift og nřir starfsmenn

Bjarni Jˇnasson, forstjˇri
Bjarni Jˇnasson, forstjˇri

Ágætu samstarfsmenn 

Sjúkrahúsið er alltaf að eflast sem kennslusjúkrahús. Á síðasta ári voru um 320 nemar í klínísku námi eða sem samsvarar 15 nemum í viku hverri. Það að hafa nemendur í klínísku námi er okkur mjög mikilvægt því það ýtir við þeim sem eldri eru og reyndari og stuðlar að gagnrýnu hugarfari og skilvirkara verklagi. Reglulega er gerð könnun meðal nema um viðhorf þeirra til námsins hér og gáfu nemarnir sem voru hér á vormisseri okkur einkunnina 4,7 - á skalanum 1 til 5 - sem er mjög gott. Það er því ánægjulegt að sjá hve vel þeir meta þá fræðslu sem það góða starfsfólk er hér starfar veitir.

Sjúkraflutningaskólinn er rekinn sem sjálfbær eining innan SAk.  Skólinn hefur stöðugt verið að efla starfsemi sína og er mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni. Í dag útskrifar skólinn 131 nemanda. Útskriftarnemendum eru færðar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Í framtíðarsýn okkar – SAk fyrir samfélagið – er stefnt að því að sjúkrahúsið verði háskólasjúkrahús. Það er metnaðarfullt og krefjandi verkefni sem verður gaman að takast á við. Það er verkefni sem tvinnar enn frekar saman samspil menntunar, vísinda og þjónustu. Það er verkefni sem til lengri tíma treystir undirstöður þjónustu sjúkrahússins. Það er verkefni sem fellur vel að gildinu okkar framsækni.

Nú eru sumarleyfi að fara á fulla ferð og kærkomið frí á næsta leiti. Það þýðir að nýir starfmenn koma til starfa í afleysingar auk þeirra sem hafa verið hér áður í afleysingum. Við bjóðum þá velkomna til starfa. Sem fyrr veit ég að vel verður tekið á móti þeim. Mikil vinna hefur verið lögð í að efla móttöku og fræðslu nýliða og ýmsir þættir í því ferli hafa verið færðir á rafrænt form. Þar má m.a. nefna almenn fræðslunámskeið sem útbúin voru í vetur og er öllum nýjum starfsmönnum ætlað að kynna sér það efni í upphafi starfs. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það reynist og gagnast þeim í starfi. 

Munum: ÖRYGGI – SAMVINNA - FRAMSÆKNI

Bestu kveðjur og góða helgi

Bjarni Jónasson

 


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112