SAk auglřsir eftir forst÷­ulŠkni brß­alŠkninga

SAk auglřsir eftir forst÷­ulŠkni brß­alŠkninga TŠkifŠri fyrir ■ig? Vilt ■˙ vera ■ßtttakandi Ý ■vÝ a­ byggja upp og ■rˇa brß­alŠkningar ß Sj˙krah˙sinu ß

SAk auglřsir eftir forst÷­ulŠkni brß­alŠkninga

Tækifæri fyrir þig?
Vilt þú vera þátttakandi í því að byggja upp og þróa bráðalækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri?

Leitað er eftir áhugasömum, jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni í 100% stöðu forstöðulæknis bráðalækninga.

Hér reynir á hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, leiða saman ólíka þætti í starfseminni og stuðla að stöðugum úrbótum í verklagi. Auk þess að byggja upp og þróa bráðalækningar gegnir forstöðulæknir mikilvægu hlutverki í kennslu og vísindastarfi.

Bráðamóttakan sinnir móttöku veikra og slasaðra, hún er opin allan sólarhringinn og er sú stærsta á landinu utan höfuðborgarsvæðisins. Á ársgrunni eru rúmlega 17.000 komur á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku.

Næsti yfirmaður er Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs.

Staðan veitist frá 15. júlí nk. eða eftir nánara samkomulagi og er veitt til 5 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðulæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í bráðalækningum en til greina kemur að horfa til annarra sérfræðiréttinda.

Auk faglegrar reynslu, fræðilegrar þekkingar og æskilegrar reynslu af stjórnun og kennslu er lögð áhersla á leiðtogahæfileika og getu til að leiða umbótastarf og breytingar. Jákvætt viðmót og hæfileikar á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði sem fæst á vef sjúkrahússins www.sak.is/atvinna.

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á.

Stöðunefnd lækna, sbr. 35. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur hæfni umsækjenda.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI.

Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 19.06.2017.

Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Svavarsdóttir- hildig@sak.is - 4630100.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112