SAk auglřsir eftir forst÷­umanni tŠkni- og innkaupadeildar

SAk auglřsir eftir forst÷­umanni tŠkni- og innkaupadeildar Sj˙krah˙si­ ß Akureyri ˇskar eftir a­ rß­a Ý st÷­u forst÷­umanns tŠkni- og innkaupadeildar.

SAk auglřsir eftir forst÷­umanni tŠkni- og innkaupadeildar

Sjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða í stöðu forstöðumanns tækni- og innkaupadeildar.
Staðan er laus frá 1. desember eða eftir samkomulagi. Ráðið er í stöðuna til fimm ára.

Hlutverk tækni- og innkaupadeildar er að tryggja SAk rekstrarumhverfi með þjónustu á sviði fasteigna, vörustjórnunar og tækniþjónustu. Deildin samanstendur af húsumsjón, saumastofu, tæknideild og vörulager. Starfsmenn eru 18 í 16,5 stöðugildum.

Næsti yfirmaður er Auður Elva Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á rekstri tækni- og innkaupadeildar og að uppfylltar séu kröfur sem settar eru með lögum og reglugerðum og varða starfsemina.
Ábyrgð á innra eftirliti með tækjum og búnaði og að viðeigandi stöðlum og reglum sé fylgt.
Skipulagning og samhæfing starfsemi varðandi viðhald og endurnýjun húsnæðis og tækjabúnaðar.
Eftirlit með framkvæmdum og gerð árlegra framkvæmda- og verkáætlana vegna viðhalds og endurnýjunar húsnæðis og tækjabúnaðar.
Kostnaðarútreikningar og verðkannanir.
Gerð útboðslýsinga og samninga við verktaka og birgja.
Samhæfing í skipulagi innkaupa, leit að hagkvæmustu lausnum og kostnaðareftirlit.
Eftirfylgni gæða- og þróunarstarfs tækni- og innkaupadeildar.
Umsjón með faglegum tengslum við Ríkiskaup og aðrar stofnanir.
Skipulagning reksturs tækni- og innkaupadeildar í samræmi við rekstaráætlun stofnunarinnar.

Hæfnikröfur
Háskólapróf á sviði tæknifræði, verkfræði eða sambærilegs náms skilyrði.
Framhaldsnám eða meistarapróf sem nýtist í starfi æskilegt.
Stjórnunarreynsla skilyrði.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.
Þekking á stjórnsýslunni kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands hafa gert.
Eða eftir atvikum samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra hefur gert við önnur stéttarfélög.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is/atvinna. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi þegar það á við.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.

Starfshlutfall er 100 %.
Umsóknarfrestur er til og með 04.09.2017.

Nánari upplýsingar veita:
Auður Elva Jónsdóttir - audur@sak.is - 4630100.
Hulda Sigríður Ringsted - huldari@sak.is - 4630100.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112