SAk uppfŠrir rafrŠnt lyfjafyrirmŠlakerfi

SAk uppfŠrir rafrŠnt lyfjafyrirmŠlakerfi Sj˙krah˙si­ ß Akureyri uppfŠr­i nřlega rafrŠna lyfjafyrirmŠlakerfi­ Therapy. Me­ uppfŠrslunni hefur vi­mˇt veri­

SAk uppfŠrir rafrŠnt lyfjafyrirmŠlakerfi

Therapy
Therapy

Sjúkrahúsið á Akureyri uppfærði nýlega hjá sér rafræna lyfjafyrirmælakerfið Therapy. Með uppfærslunni hefur viðmót verið bætt og öryggi aukið við lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir. Þar að auki er fyrirmælakerfið nú tengt við sjúkraskrá sjúklinga í Sögu og einfaldar það vinnulag. Meðal annarra nýjunga má nefna að öll lyfjafyrirmæli byggjast nú á heiti virks innihaldsefnis í lyfjum en ekki sérlyfjaheitum. Það þýðir m.a. að allur rekjanleiki við lyfjagjafir verður mun betri en áður. Ofnæmi sem skráð er í sjúkraskrá sjúklinga flyst sjálfkrafa í lyfjafyrirmælakerfið og upp koma upp viðvaranir ef gefin eru fyrirmæli um óeðlilega lyfjaskammta. Þá hefur vinnuviðmót hjúkrunarfræðinga í kerfinu verið endurbætt og gert skilvirkara, auk þess sem auðveldara er að fá yfirsýn yfir lyf sjúklinga og hvernig þeim er ávísað.

Áfram verður unnið að þróun lyfjaumsýslu við sjúkrahúsið til að stuðla að frekara öryggi sjúklinga og aukinni skilvirkni í starfi.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112