Sam■Štt kjarnanßm Ý brß­agreinum lŠkninga - Nř sÚrnßmslei­ ß LSH og SAk

Sam■Štt kjarnanßm Ý brß­agreinum lŠkninga - Nř sÚrnßmslei­ ß LSH og SAk Ůann 1. september sl. hˇfst kennsla Ý nřrri sÚrnßmslei­ lŠkna sem nefnist Sam■Štt

Sam■Štt kjarnanßm Ý brß­agreinum lŠkninga - Nř sÚrnßmslei­ ß LSH og SAk

NßmslŠknar Ý SKBL
NßmslŠknar Ý SKBL

Þann 1. september sl. hófst kennsla í nýrri sérnámsleið lækna sem nefnist Samþætt kjarnanám í bráðagreinum lækninga (SKBL). Námið er skipulagt skv. breskri námsleið „Acute Care Common Stem (ACCS)“. Námið tekur þrjú ár, gengur þvert á svið og munu námslæknar verja tíma í bráðalækningum, lyflækningum og svæfinga- og gjörgæslulækningum. Skipulag námsins er eins fyrstu tvö árin fyrir alla námslæknana, en þriðja árinu er varið í þeirri sérgrein sem námslæknirinn sækist eftir.

Námið hentar þeim sem hyggja á frekara sérnám í framantöldum greinum. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri bjóða sameiginlega upp á þetta framhaldsnám. Tólf námslæknar byrja nú framhaldsnám í SKBL, þar af munu tveir þeirra hefja nám sitt á Akureyri.

Framhaldsnám í sérgreinum lækninga er mikilvægur hluti af starfsemi háskóla- og kennslusjúkrahúsa. Fram til þessa hafa læknar þurft að stunda sérnám að mestu leyti erlendis. Íslensk heilbrigðisþjónusta fær því ekki að njóta starfskrafta þeirra á meðan á sérnámi þeirra stendur, einmitt á þeim tíma sem ungir læknar eru að öllu jöfnu virkastir. 

Með nýrri reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi frá árinu 2015 eru gerðar allt aðrar og meiri kröfur til umgjarðar sérnáms lækna en áður var gert. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að leitað sé alþjóðlegrar ráðgjafar við gerð marklýsinga og þess sé gætt að alþjóðlegum gæðaviðmiðum mætt. Allar megin sérgreinar lækninga hafa því lagt mikla vinnu í að endurskoða það sérnám sem unnt er að bjóða á Íslandi.

Stefnt er að því læknar geti hafið formlegt sérnám í fyrri hluta (2-3 ár) í öllum megin sérgreinum lækninga á Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri að loknu kandídatsári. Margar sérgreinar hafa leitað leiðsagnar til Bretlands, enda er þar boðið upp á fyrri hluta sérnáms, með sérstakri marklýsingu, skráningarkerfi og prófum. Sú tímalengd sérnáms er einmitt sú sem margar sérgreina lækninga á Íslandi telja nú raunhæft að kenna hérlendis.

Námslæknum gefast einnig tækifæri til að taka þátt í vísindastarfi og má nefna að fjöldi sérnámslækna á Landspítala er nú jafnframt skráður í meistara- eða doktorsnám við Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar taki í flestum tilvikum seinni hluta sérnámsins við viðurkennda stofnun erlendis.

Nú þegar hafa nokkrar sérgreinar fengið vottun mats- og hæfisnefndar til að bjóða framhaldsnám, en aðrar eru langt komnar í því ferli.

Samþætt kjarnanám í bráðagreinum lækninga er skipulagt að breskri forskrift og unnið í nánu samstarfi við bresku sérgreinafélögin; „The Royal College of Anaesthetists“,„Royal College of Emergency Medicine“ og „Royal College of Physicians“. Sérnámslæknar geta tekið bresku skriflegu prófin hér á landi undir umsjón Háskóla Íslands, en klínísku prófin eru tekin í Bretlandi.

Töluverðan undirbúning hefur þurft til að koma náminu af stað, nú síðast með kennslunámskeiði Royal College of Anaesthetists um sl. helgi fyrir sérfræðinga í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Undirbúningur sérnámsins hefur notið dyggilegs stuðnings framkvæmdstjórnar Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri.

Gísli H. Sigurðsson yfirlæknir og prófessor er í forsvari fyrir SKBL. Með honum starfa kennslustjórar viðkomandi sérgreina, þeir Friðbjörn Sigurðsson, Hjalti Már Björnsson og Kári Hreinsson. Ragnhildur Nielsen verkefnastjóri veitir frekari upplýsingar um námið ragnhn@landspitali.is.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112