Starfsemistölur fyrir janúar til nóvember 2022

Starfsemistölur fyrir janúar til nóvember 2022 Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi

Starfsemistölur fyrir janúar til nóvember 2022

Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir  sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi skjali (PDF). 

Starfsemistölur fyrir janúar til nóvember 2022

Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga á tímabilinu janúar til nóvember fyrir árið 2022 eru 26.301 og er meðalfjöldi legudaga 5,3. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru tæplega 77% af heildarinnlögnum. Að meðaltali liggja 4,7 sjúklingar inni á hverjum tíma sem eru búnir í meðferð og bíða eftir endurhæfingu eða plássi á hjúkrunarheimili. Rúmanýting á lyflækninga- og skurðlækningadeild er tæplega 89% yfir allt tímabilið. Rúmlega 9700 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af um 1890 vegna krabbameinslyfjagjafar en sú þjónusta er stöðugt vaxandi. Á bráðamóttöku eru rúmlega 19.000 komur sem er örlítið meira en á sama tíma í fyrra (tölur sem ná yfir komur á bráðamóttöku, göngudeild og sérfræðimóttöku). Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er um 43 mínútur sem er rétt utan þeirra viðmiða sem við setjum okkur. Fjöldi skurðaðgerða hefur fækkað á milli ára og er helsta skýringin þar álag vegna Covid-19 en draga þurfti úr þjónustu vegna álags og manneklu. Gerðar hafa verið 357 gerviliðaaðgerðir það sem af er ári. Fjöldi fæðinga er aðeins minni en í fyrra en fram til dagsins í dag hafa 406 einstaklingar litið dagsins ljós. Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var tæplega 27.000 og gerir það að meðaltali um 80 rannsóknir á dag. Tæplega 280.000 rannsóknir voru gerðar tímabilið janúar til október og þar af voru framkvæmd rúmlega 41.000 PCR rannsóknir vegna Covid. Mikil aukning hefur verið í komum ósjúkratryggðra (ferðamönnum) en 648 einstaklingar hafa leitað á SAk á móti 390 einstaklingum í fyrra, þar af voru 112 innlagnir ósjúkratryggðra á móti 52 yfir sama tímabil í fyrra og aukningin því umtalsverð hvað innlagnir varðar.


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112