: Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 16.6.2022 | Sjúkrahúsið á Akureyri  

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 16.6.2022

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 16.6.2022 Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist nú vera að taka aftur við sér því um

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 16.6.2022

Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist nú vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Þrjátíu eru inniliggjandi á LSH með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Tveir eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19.

Vegna þessa er talið nauðsynlegt að takmarka heimsóknartíma við einn gest á dag til hvers sjúklings og að hámarki í eina klukkustund. Gestir skulu bera grímu.

Minnt er á að auk Covid-19 er ýmislegt annað í gangi, parainfluensa og fleira auk þess sem apabóla hefur borist til landsins. Það er því full ástæða til að fara varlega og viðhafa almennar smitvarnir.

Með bestu kveðjum og von um gleðilega og slysalausa þjóðhátíðarhelgi,
Viðbragðsstjórn


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112