: Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 17.01.2022 | Sjúkrahúsið á Akureyri  

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 17.01.2022

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 17.01.2022 Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir 216 í einangrun og 416 í sóttkví vegna

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 17.01.2022

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir 216 í einangrun og 416 í sóttkví vegna Covid-19. Alls greindust um 1200 ný smit innanlands sl. sólarhring og þar af voru um 50 á nærsvæðinu. Þrír eru skilgreindir sem verandi gulir á svæðinu. Enginn er er inniliggjandi vegna Covid-19 og sjúkrahúsið er á óvissustigi.

Áfram mun verða skerðing á valkvæðum skurðaðgerðum og einnig verður áfram frestun á opnun fimm daga deildar Kristnesspítala. Staðan er metin daglega. Áfram er gert ráð fyrir að hægt sé að veita undanþágur ef talið er að töf verði til skaða fyrir sjúklinga. Forstöðumenn eru beðnir að skipuleggja starfsemi sinna eininga í samræmi við þetta þar sem það á við. 

Nokkuð er um fólk sé að koma erlendis frá og því mikilvægt að starfsfólk sjúkrahússins sé vakandi fyrir því að nota skimunarspurningarnar.   

Með bestu kveðju,

Viðbragðsstjórn


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112