: Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 21.01.2022 | Sjúkrahúsið á Akureyri  

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 21.01.2022

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 21.01.2022 Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir 388 í einangrun og 930 í sóttkví vegna

Upplýsingar frá Viðbragðsstjórn þann 21.01.2022

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir 388 í einangrun og 930 í sóttkví vegna Covid-19. Alls greindust tæplega 1700 ný smit sl. sólarhring og þar af ríflega 100 á nærsvæðinu. Einn er skilgreindur sem verandi gulur á svæðinu. Enginn er inniliggjandi vegna Covid-19 og sjúkrahúsið er á óvissustigi. Á fjórða tug starfsmanna sjúkrahússins er fjarverandi vegna einangrunar eða sóttkvíar. Miðað við stöðuna og þróunina að undanförnu má búast við frekari fjölgun í þeim hópi á næstunni.

Ágæta samstarfsfólk, við erum enn að fást við veiruna eftir nærri tveggja ára baráttu. Þessa stundina er dreifing hennar meiri en við höfum séð áður í faraldrinum, bæði þegar horft er til stöðunnar innanlands og eins hérna á nærsvæðinu. Staðan er þó breytt að ýmsu leyti. Núna eru það ekki alvarleg veikindi inniliggjandi Covid-19 sjúklinga sem er aðaláhyggjuefnið heldur það hve mikill fjöldi starfsmanna sjúkrahússins mun lenda í sóttkví eða einangrun á hverjum tíma, með tilheyrandi áhrifum á þjónustu og rekstur sjúkrahússins. Hefur fjöldinn skipt tugum á hverjum degi að undanförnu. Sem betur fer virðist ekki vera mikið um alvarleg veikindi og einkennin hafa verið frekar léttvæg í lang flestum tilvikum. Hingað til hefur með samstilltu átaki tekist að vinna úr þeirri stöðu sem manneklan skapar. Starfsfólk hefur færst á milli eininga og tekist á við þær áskoranir sem í því felast að koma inn í nýjar aðstæður og fást við ný verkefni. Það hefur verið einstakt að upplifa þá jákvæðni og samstöðu sem einkennt hefur viðbrögð starfsmanna. Þetta sýnir okkur og sannar enn og aftur að starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri er einstakt lið. Og með einstöku liði er allt hægt, nema kannski að vinna Danina…

Takk fyrir samstöðuna og liðlegheitin.

Með ósk um góða helgi,

Viðbragðsstjórn


Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112