Vibhuti Kalia - nřr forst÷­ulŠknir Ý myndgreiningalŠkningum

Vibhuti Kalia - nřr forst÷­ulŠknir Ý myndgreiningalŠkningum Vibhuti Kalia, sÚrfrŠ­ingur Ý myndgreiningalŠkningum, hefur veri­ rß­in Ý starf forst÷­ulŠknis

Vibhuti Kalia - nřr forst÷­ulŠknir Ý myndgreiningalŠkningum

Vibhuti Kalia
Vibhuti Kalia

Vibhuti Kalia, sérfræðingur í myndgreiningalækningum, hefur verið ráðin í starf forstöðulæknis í myndgreiningalækningum frá og með miðjum júlí en hún tekur við af Jóhanni Davíð Ísakssyni sem lét af störfum í byrjun júlí.

Vibhuti er sérfræðingur í myndgreiningalækningum en hún lauk nýlega árslangri þjálfun (fellowship) í klínískri brjóstagreiningu (Breast and Cross-sectional Imaging) frá Western University, London (Ontario) í Kanada. Vibhuti lauk Bachelor gráðu í heilbrigðisvísindum frá Baba Farid University, Punjab, India árið 2000. Þjálfun hennar sem myndgreiningalæknir fór fram við North Indian institution (Dayanand Medical College and Hospital, Ludhiana). Vibhuti er með breska læknaprófið, er félagi í Royal College of Radiologists í Bretlandi auk þess sem hún er með evrópskt diplomapróf í myndgreiningalækningum. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í myndgreiningalækningum í 11 ár og þar af í 6 ár hér við sjúkrahúsið. Hún er höfundur að mörgum vísindagreinum og er meðlimur í hinum ýmsu samtökum varðandi myndgreiningalækningar. Vibhuti hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur á sínu sviði og þá sérstaklega m.t.t. sérfræðiþekkingar sinnar í klínískum brjóstaskoðunum.

Sjúkrahúsið á Akureyri býður Vibhuti velkomna til starfa og á sama tíma er Jóhanni Davíð þakkað gott starf en hann starfar nú sem sérfræðingur á LSH.


Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112