Samkvæmt lögum um almannavarnir ber Sjúkrahúsinu á Akureyri að hafa uppfærðar viðbragðsáætlanir fyrir heilbrigðisstofnanir.
Settur var á laggirnar starfshópur sem vann að uppfærslu viðbragðsáætlunar samkvæmt nýju sniðmáti frá almannavörnum og er nú áætlunin tilbúin til útgáfu. Starsfhópnum er þakkað fyrir góða vinnu í þágu sjúkrahússins.
Í nýju áætluninni er gerð grein fyrir viðbrögðum við hópslysum auk þess sem vísað er í sértækar aðgerðir vegna annarra atvika er geta ógnað lýðheilsu eða starfsemi sjúkrahússins. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða innan sjúkrahússins vegna atvika sem kalla á aukin viðbrögð starfsmanna stofnunarinnar, atvik er skilgreint sem slys, náttúruhamfarir, sjúkdómsfaraldur, eitur, mengun eða annað af óþekktum uppruna.
Með kveðju,
f.h. viðbragðsstjórnar
Sigurður E Sigurðsson
Framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs.