Fagráð er tiltölulega nýstofnað ráð innan SAk. Það var stofnað í lok ársins 2020 í framhaldi af breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og nýrrar reglugerðar um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa nr. 1111/20. Fagráðið hóf starfsemi sína í byrjun árs 2021.
Hlutverk:
Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera álitsgjafi forstjóra og framkvæmdastjórnar um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag stofnunarinnar. Forstjóri er þó ekki bundinn af áliti fagráðs. Einnig á starfsemi fagráðs að endurspegla áherslu á teymisvinnu, þverfaglega nálgun og samfellu í meðferð við sjúklinga. Reglulegir upplýsinga- og samráðsfundir með forstjóra og framkvæmdastjórn eru haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári en oftar ef þurfa þykir.
Forstjóri skipar fagráð til þriggja ára í senn og í því eiga að sitja að minnsta kosti einn fulltrúi lækna, einn fulltrúi hjúkrunarfræðinga og einn fulltrúi annarra heilbrigðisstétta sem eru í föstu starfi innan heilbrigðisstofnunarinnar.
Skipunartími:
01. janúar 2021 til 31. desember 2023.
Aðalfulltrúar:
Jóna Valdís Ólafsdóttir, lyfjafræðingur, formaður
Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðilæknir, varaformaður
Jónína Þuríður Jóhannsdóttir, lífeindafræðingur, ritari
Elvar Örn Birgisson, geislafræðingur
Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Erindi til fagráðs má gjarnan senda á netfangið: fagrad@sak.is
Fyrir áhugasama má lesa nánar um fagráð heilbrigðisstofnana hér:
Uppfært: fös 28.okt 2022