Fræðsluráð Sjúkrahússins á Akureyri er skipað sex starfsmönnum til þriggja ára í senn og þremur til vara.
Hlutverk
Meginverkefni fræðsluráðs eru að framfylgja fræðslustefnu og veita fræðslustarfi forystu auk þess sem verkefnin felast í því að bæta öryggi, vinnulag á sjúkrahúsinu og efla starfsánægju starfsmanna. Fræðsluráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í fræðslustarfi. Fræðsluráði ber m.a. að:
- tryggja að nýliðafræðsla eigi sér stað reglulega og að hún nái til allra starfsstétta
- tryggja námskeið / fræðslu sem uppfylla lágmarkskröfur stofnunarinnar
- endurmeta fræðsluáætlun / námskeið og breyta eftir því
- sjá til þess að námskeið séu skráð og þau séu sýnileg starfsmönnum
- tengja þátttöku í fræðslu við starfsferil og mögulega launahækkanir skv. kjarasamningum
Skipunartími:
1. nóvember 2019 til 31. október 2022
Aðalfulltrúar: | ||
Hulda Ringsted | mannauðsstjóri, formaður | |
Laufey Hrólfsdóttir | forstöðumaður | |
Hulda Rafnsdóttir | gæðastjóri | |
Erla Björnsdóttir | mannauðsráðgjafi fræðslu og starfsþróunar | |
Erla Hrönn Matthíasdóttir | hjúkrunarfræðingur | fulltrúi hjúkrunarráðs |
Hannes Petersen | yfirlæknir | fulltrúi læknaráðs |
Varafulltrúar: | ||
Sigmundur Björnsson | tölvunarfræðingur | |
Þóra G. Þorsteinsdóttir | yfirlaunafulltrúi | |
Eyrún B. Þorfinnsdóttir | svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingur |
Uppfært: fim 21.nóv 2019