Gæðaráð Sjúkrahússins á Akureyri var stofnað í núverandi mynd í maí árið 2000 samkvæmt stjórnskipulagi sem tók gildi 22. febrúar 1999. Þann 15. mars 2014 voru verkefni atvikanefndar felld undir gæðaráð og hlutverk þess eflt.
Hlutverk:
Meginverkefni gæðaráðs eru að framfylgja gæðastefnu og veita gæðastarfi forystu auk þess sem verkefnin felast í því að bæta öryggi og vinnulag á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika, tilvika og afleiðinga þeirra. Gæðaráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í gæða- og umbótastarfi.
Í gæðaráði sitja átta fulltrúar lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna og þrír til vara. Framkvæmdastjóri bráða og þróunarsviðs skipar í gæðaráð til þriggja ára í senn.
Skipunartími:
01. mars 2020 til 28. febrúar 2023.
Aðalfulltrúar:
Oddur Ólafsson, svæfingalæknir, formaður
Erla Björnsdóttir, mannauðsstjóri
Hannes Bjarnason, gæða- og verkefnastjóri
Helga Kristín Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi
Helgi Haraldsson, öryggisstjóri
Jóna Valdís Ólafsdóttir, forstöðulyfjafræðingur
Ragnheiður Baldursdóttir, sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
Rut Guðbrandsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur
Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðamaður gæðastjóra
Smellið hér til að senda ábendingu eða erindi til gæðaráðs.
Uppfært: þri 3.jan 2023