Ábendingar/erindi til gæðaráðs

Sjúkrahúsið á Akureyri starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 4/2007 með síðari breytingum, og er kennslusjúkrahús skv. 21. gr. laganna.

Ábendingar/erindi vegna þjónustu SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur það að markmiði að veita fyrirmyndarþjónustu og að notendur þjónustunnar séu sáttir og ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá. Hér er hægt að senda inn ábendingar/athugasemdir/hrós vegna þjónustunnar. Þessar ábendingar berast til gæðastjóra sjúkrahússins sem kemur þeim til framkvæmdastjóra lækninga. Gæðaráð rýnir allar ábendingar sem eftirlitsaðili en framkvæmdastjóri lækninga kemur þeim til þeirra eininga eða starfsmanna sem málið varðar. Ef ábending beinist að ákveðnum starfsmanni/starfsmönnum fær viðkomandi tækifæri til að gera grein fyrir sinni hlið málsins.
Farið er með öll erindi sem trúnaðarmál.
Þú mátt vænta svara frá framkvæmdastjóra lækninga og/eða viðeigandi aðilum ef svo ber við. Endurgjöf á það hvernig við stöndum okkur er mikilvægt til þess að styðja við stöðugar umbætur. Við tökum einnig glöð á móti hrósi og komum því áfram.




Vinsamlega hakið í viðeigandi reit.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112