Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er vísindaleg rannsóknastofnun sem til var stofnað með rammasamningi um samstarf milli Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Háskólans á Akureyri (HA) dagsettum 7. október 2002. Með samningnum vilja SAk og HA efla kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum með því að auka samstarf og gera þessa þætti í starfi stofnananna sýnilegri. Á ensku ber stofnunin heitið „Institute of Health Science Research, University of Akureyri“.
Hlutverk
Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) er sameiginlegur vettvangur
starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri og háskólans til eflingar kennslu, þjálfunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum,
miðlunar þekkingar og kynningar á rannsóknum starfsmanna.
Stefnunefnd HA og SAk
Stefnunefnd HA og SAk (sbr. rammasamning) er jafnframt stjórn Heilbrigðisvísindastofnunar og er formaður stefnunefndar einnig stjórnarformaður HHA.
Stefnunefndin/stjórnin velur forstöðumann hennar til þriggja ára í senn. Forstöðumaður HHA skal sitja fundi stefnunefndar þegar málefni
hennar eru þar á dagskrá og þegar haldnir eru sérstakir stjórnarfundir stofnunarinnar. Forstöðumaður sér um daglegan rekstur stofnunarinnar
og framfylgir stefnu og ákvörðunum stjórnar á hverjum tíma. Stjórnin mótar stefnu stofnunarinnar og setur reglur um þá
þætti í starfsemi hennar sem þurfa þykir á hverjum tíma. Þá sker stjórnin úr vafaatriðum sem upp kunna að koma og
varða innri starfsemi stofnunarinnar.
Reglur um Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri nr. 876/2003.
Stjórn HHA 2016 | |
Eyjólfur Guðmundsson | rektor HA, formaður |
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir | forseti heilbrigðisvísindasviðs HA |
Bjarni Jónasson | forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri |
Hildigunnur Svavarsdóttir | lektor, framkvæmdastjóri hjúkrunar SAk |
Sigfríður Inga Karlsdóttir | dósent, formaður hjúkrunarfræðideildar HA |
Sigurður E. Sigurðsson | framkvæmdastjóri lækninga SAk |
Starfsmenn HHA | |
Sigrún Sigurðardóttir | lektor, forstöðumaður, HA |
Alexander Smárason | prófessor, sérfræðingur, SAk |
Finnbogi Oddur Karlsson | lektor, sérfræðingur, SAk |
Guðjón Kristjánsson | dósent, sérfræðingur, SAk |
Hildigunnur Svavarsdóttir | lektor, framkvæmdastjóri hjúkrunar, SAk |
Uppfært: þri 14.jún 2016