Jafnréttisnefnd Sjúkrahússins á Akureyri starfar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig byggir hún á lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Hlutverk
Jafnréttisnefnd ber að framfylgja stefnu sjúkrahússins í jafnréttismálum. Nefndin skal gera áætlun um aðgerðir í einstökum málaflokkum, gera tillögur um verklagsreglur á einstökum sviðum og stuðla að fræðslu og eftirfylgni stefnunnar.
Markmið
Markmið jafnréttisáætlunarinnar er að gera Sjúkrahúsið á Akureyri að góðum og eftirsóknarverðum vinnustað. Það er sameiginleg ábyrgð stjórnenda og starfsfólks að gæta að jafnrétti í allri starfsemi sjúkrahússins. Mikilvægt er að áætlunin sé endurskoðuð reglulega og mat sé lagt á þær aðgerðir sem gripið er til og árangur þeirra.
Skipunartími
2020-2022
Fulltrúar | |
Þóra G. Þorsteinsdóttir | mannauðsráðgjafi, formaður |
Lilja Sif Þórisdóttir | félagsráðgjafi |
Sigurður Ingi Steindórsson | kerfisstjóri |
Jafnréttisáætlun Sjúkrahússins á Akureyri (samþykkt í framkvæmdastjórn SAk 8. Júlí 2020)
Uppfært: fim 6.ágú 2020