Lyfjanefnd starfar samkvæmt 40. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með áorðnum breytingum. Lyfjanefnd hefur starfað frá því 18. september 2001.
Hlutverk
Lyfjanefnd ber að vera ráðgefandi um lyfjaval, hafa eftirlit og yfirlit yfir lyfjanotkun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, gefa út leiðbeiningar um notkun lyfja í ákveðnum og völdum tilfellum og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara í lyfjamálum. Nýskráð lyf eða lyf sem ekki eru á lyfjalista má ekki taka í notkun nema að fengnu leyfi lyfjanefndar.
Skipan lyfjanefndar
Forstjóri skipar fimm manna lyfjanefnd að fengnum tilnefningum fulltrúa frá framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar og læknaráði auk tveggja sem forstjóri skipar sjálfur tvo fulltrúa. Hann skipar einnig formann. Skal a.m.k. einn starfandi lækna Sjúkrahússins á Akureyri og einn starfandi lyfjafræðingur í þjónustu Sjúkrahúsið á Akureyri vera í nefndinni.
Fulltrúar: | |
Margrét Vilhelmsdóttir, formaður | skipuð af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs |
Jóna Valdís Ólafsdóttir, forstöðulyfjafræðingur | skipaður af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs |
Sigurður Heiðdal, læknir | skipaður af læknaráði |
Þóra Ester Bragadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur | skipuð af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs |
Inga Margrét Skúladóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur | skipuð af hjúkrunarráði |
Uppfært: fim 21.nóv 2019