NŠringarteymi

NŠringarteymi Sj˙krah˙ssins ß Akureyriáer ■verfagleg starfseining ß lyflŠkningasvi­i. HlutverkHlutverk nŠringarteymis er a­ vera stefnumˇtandi um nŠringu

NŠringateymi

Næringarteymi Sjúkrahússins á Akureyri er þverfagleg starfseining á lyflækningasviði.

Hlutverk
Hlutverk næringarteymis er að vera stefnumótandi um næringu fyrir sjúklinga og stuðla að þverfaglegri samvinnu um næringartengd málefni innan SAk. Einnig skal næringarteymi vinna að fræðslu um næringu sjúkra og næringartengt efni meðal starfsmanna SAk og símenntun sérfræðinga.

Helstu verkefni:

  • Vinna að því að skjólstæðingar fái bestu mögulegu næringu á hverjum tíma og næringarmeðferðir sem byggir á gagnreyndri þekkingu.
  • Vera deildum sjúkrahússins til ráða og stuðnings varðandi næringu sjúklinga. 
  • Fylgjast með framkvæmd og niðurstöðum skimunar fyrir vannæringu hjá sjúklingum við innlögn.
  • Hvetja til rannsókna, þátttöku í ráðstefnum, námskeiðum og verkefnum sem stuðla að aukinni þekkingu og gagnreyndri næringarmeðferð.
  • Standa fyrir fræðslu meðal starfsmanna SAk um næringartengd málefni til að auka vitund um mikilvægi næringar fyrir sjúklinga.
Fulltrúar:  
Anna Rósa Magnúsdóttir næringarrekstrarfræðingur
Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi, formaður
Guðjón Kristjánsson læknir
Hanna Fríður Stefánsdóttir matartæknir, ritari
Ólöf Stefánsdóttir lyfjafræðingur
Valgerður Ósk Ómarsdóttir               hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112