Nýtingarnefnd

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfar nýtingarnefnd húsnæðis samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar. Nefndin heyrir undir forstjóra. Hlutverk nýtingarnefndar

Nýtingarnefnd

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfar nýtingarnefnd húsnæðis samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar. Nefndin heyrir undir forstjóra.

Hlutverk nýtingarnefndar er að fjalla um tillögur/óskir til breytinga á nýtingu húsnæðis samkvæmt beiðni frá framkvæmdastjóra eða framkvæmdastjórn og skila tillögum sínum til framkvæmdastjórnar til afgreiðslu.

Nýtingarnefnd er skipuð sex starfsmönnum til fjögurra ára í senn. Forstjóri skipar nefndarmenn og formann nefndarinnar sérstaklega.

Nýtingarnefnd er skipuð eftifarandi aðilum frá 1. apríl 2020 - 31. mars 2024:
  • Gunnar Líndal Sigurðsson, forstöðumaður rekstrardeildar, formaður
  • Anna Lilja Filipsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur
  • Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
  • Helgi Haraldsson, öryggisstjóri
  • Hulda Ringsted, mannauðsstjóri
  • Friðbjörn R. Sigurðsson, yfirlæknir (frá 10. nóvember 2021 - 31. mars 2024)
Varafulltrúi:
  • Harpa Snædal, sérfræðingur (frá 10. nóvember 2021 - 31. mars 2024)
Nefndin skal funda eftir þörfum, skoða og kynna sér aðstæður og kalla til umbeiðendur og aðra eftir þörfum. Nefndinni er ætlað að hafa samráð við aðrar nefndir og ráð er málið varða, ef þörf krefur. Að lokinni umfjöllun skilar nefndin skriflegum tilögum til framkvæmdastjórnar sem afgreiðir erindið formlega.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112