Öryggisnefnd skal starfrækt samkvæmt 6. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.
Hlutverk öryggisnefndar er að skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því, að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi komi að tilætluðum notum.
Nánari upplýsingar um verkefni og skyldur öryggisnefnda ásamt skyldum atvinnurekands og starfsmanna er að finna í vinnuverndarlögunum. Veffang Vinnueftirlitsins ríkisins er http:// www.vinnueftirlit.is
Skipunartími: 1. október 2021 til 30. september 2025.
Starfsmenn kjósa úr sínum hópi þrjá fulltrúa, öryggistrúnaðarmenn og atvinnurekandi tilnefnir þrjá fulltrúa, öryggisverði.
Öryggisnefnd er þannig skipuð
- Öryggisverðir:
- Helgi Haraldsson, öryggisstjóri, formaður
- Gunnar Líndal Sigurðsson, forstöðumaður rekstrardeildar
- Rut Guðbrandsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur
- Öryggistrúnaðarmenn:
- Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Kristnesspítala
- Helga Kristín Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi í starfsmannaheilsuvernd
- Jón Knutsen, aðstoðarmaður á bráðamóttöku
Uppfært: mið 17.nóv 2021