STARFSEMI.04.16 Samstarfsnefnd SAk og LSH
Með rammasamningi um samstarf milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) frá nóvember 2002 er kveðið á um að koma eigi upp samstarfsnefnd SAk og LSH.
Megin hlutverk
Samstarfsnefnd fer með ákvörðunarvald í öllum málum sem samningur þessi fjallar um og hefur yfirumsjón með framgangi og þróun einstakra verkefna. Ef upp koma hugmyndir um ný verkefni og/eða aukið samstarf skal fyrst leita til nefndarinnar og munu fulltrúar í henni vinna að málinu innan sinnar stofnunar.
Stjórn
Yfirstjórn samstarfsins er í höndum samstarfsnefndar. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Frá Sjúkrahúsinu á Akureyri sitja í nefndinni, forstjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri lækninga eða fulltrúar þeirra. Frá LSH sitja í nefndinni, forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar eða fulltrúar þeirra. Stofnanir skulu skiptast á formennsku í nefndinni, eitt ár í senn.
Eftirtaldir sitja í stefnunefndinni
- Bjarni Jónasson, forstjóri
- Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga
Tilvísanir:
Rammasamningur um samstarf Sjúkrahússins á Akureyri og LSH
Uppfært: mán 1.feb 2016