Stuðningsteymi starfsmanna

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfar þriggja manna stuðningsteymi starfsmanna samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar. Teymið starfar til hliðar við aðra

Stuðningsteymi starfsmanna

Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfar þriggja manna stuðningsteymi starfsmanna samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar. Teymið starfar til hliðar við aðra starfsmannaþjónustu sjúkrahússins og er ábyrgt gagnvart forstjóra. Stuðningsteymið mætir þörfum starfsmanna, þegar álag er í starfi og lífið reynist erfitt á einn eða annan hátt. Starfsmenn teymisins eru bundnir trúnaði og þagnarskyldu. Allir starfsmenn geta nýtt sér stuðning og aðstoð teymisins. Forstjóri í samráði við framkvæmdastjórn skipar þriggja manna stuðningsteymi starfsmanna auk varamanns, úr hópi fastráðinna starfsmanna sjúkrahússins, til tveggja ára í senn.

Hlutverk

  • Að stuðla að góðum starfsanda og aukinni vellíðan hjá starfsmönnum stofnunarinnar. 
  • Að greina vanda eða vanlíðan einstaklinga og starfshópa. 
  • Að veita stuðning og aðstoða við úrvinnslu þegar vanlíðan, áföll og kreppur koma upp vegna skyndilegs eða langvarandi álags. 
  • Að styðja starfsmann til að sækja sér áframhaldandi úrvinnslu hjá meðferðaraðilum ef hann óskar þess.
Skipunartími:
1. mars 2018 til 28. febrúar 2020
 
Aðalfulltrúar:
Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur
Friðrik Már Ævarsson, sálfræðingur
Stefanía Hallbjörnsdóttir, félagsráðgjafi
 
 
 
 

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112