Sřkingavarnanefnd

Sřkingavarnanefnd Sj˙krah˙ssins ß Akureyri er skipu­ af forstjˇra sj˙krah˙ssins samkvŠmt regluger­ um sˇttvarnarß­stafanir Ý 3. grein frß 2007 en ■ar

Sřkingavarnanefnd

Sýkingavarnanefnd Sjúkrahússins á Akureyri er skipuð af forstjóra sjúkrahússins samkvæmt reglugerð um sóttvarnaráðstafanir í 3. grein frá 2007 en þar segir „Á deildaskiptu sjúkrahúsi skal starfa sýkingavarnanefnd og eftir atvikum sýkingavarnadeild sem hefur það hlutverk að skrá aðgerðatengdar sýkingar og stuðla að sýkingavörnum innan stofnunarinnar „ http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/414-2007

Nefndina skipa:

Sigurður Heiðdal, lyf- og smitsjúkdómalæknir formaður
Rut Guðbrandsdóttir,  sýkingavarnahjúkrunarfræðingur er einnig framkvæmdaraðili nefndarinnar
Björg Brynjólfsdóttir, lífeindafræðingur.  
  Varamenn eru ekki skipaðir í þessa nefnd

 

Hlutverk og markmið sýkingavarnanefndar er að framfylgja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á sjúkrahúsum. Þetta er gert, fyrst og fremst,  með því að mæla og skrá tíðni sýkinga á sjúkrahúsinu og  með vönduðum vinnuleiðbeiningum. Nefndin ber faglega og stjórnunarlega ábyrgð á málum er snerta sýkingavarnir svo og öllum breytingum þar á. Í þessu felst m.a. skipulag og stefnumótun sýkingavarna, vinna að forvörnum með fræðslu og leiðbeiningum fyrir starfsfólk um smitgát og sýkingavarnir, ráðgjöf  til sjúkradeilda og útbúningur verklagsreglna, vinnuleiðbeininga og gæðaskjala varðandi atriði sem tengjast sýkingavörnum .

Sýkingavarnanefnd hefur eftirlit með sýkingum á sjúkradeildum  og rekur smitleiðir þar sem því verður við komið og skipuleggur aðgerðir ef upp koma sýkingafaraldrar innan sjúkrahússins.

Markmiðið er að að auka öryggi sjúklinga með því að  halda spítalasýkingum í lágmarki eða undir 5%.

Nefndin fundar eftir þörfum en a.m.k. á tveggja vikna fresti.

Gögn til nefndar þurfa að hafa borist 7 dögum fyrir fund nefndarinnar.

Gögn og fyrirspurnir sendist á netfangið: sykingavarnanefnd@sak.is 

 


 

Sj˙krah˙si­ ß Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112