Útskriftarteymi sjúkrahússins er skipað af framkvæmdastjóra lyflækningasviðs til þriggja ára í senn. Í ráðinu sitja fjórir fulltrúar.
Hlutverk:
Útskriftarteymið er starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum til ráðgjafar og aðstoðar við útskriftir. Markmið teymisins er að stuðla að bættu flæði sjúklinga hvort sem þeir eru að fara heim, í endurhæfingu eða varanlega vistun.
Hlutverk útskriftarteymisins er að:
- gegna samræmingarhlutverki í tengslum við útskriftir, sér í lagi við flóknar útskriftir aldraðra einstaklinga
- lágmarka legutíma sjúklinga eftir að meðferðum er lokið á sérhæfðum deildum
- gæta þess að viðeigandi þjónustustig sé veitt (AMED)
- veita sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki sjúkrahússins ráðgjöf
- hafa yfirsýn yfir sjúklinga sem eru á legudeildum og bíða eftir öðru úrræði
Skipunartími:
1. september 2016 - 31. ágúst 2019
Fulltrúar: | |
Ragnheiður Halldórsdóttir | yfirlæknir, formaður teymis |
Anna Lilja Filipsdóttir | forstöðuhjúkrunarfræðingur |
Lilja Sif Þórisdóttir | félagsráðgjafi |
Þóra Ester Bragadóttir | forstöðuhjúkrunarfræðingur |
Þórdís Inga Þorsteinsdóttir | félagsráðgjafi |
Uppfært: fim 21.nóv 2019