Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu.
Stjórnskipulagið á að þjóna starfsemi og verkefnum sjúkrahússins á hverjum tíma þannig að saman fari þjónusta sem að mestu er byggð á gagnreyndri þekkingu og góðri samvinnu, öryggi sjúklinga og ráðdeild í rekstri. Þess vegna verður skipuritið endurskoðað eftir þörfum.
Stjórnskipulagið er í grunninn byggt á þeim breytingum sem urðu í byrjun árs 2012, þegar starfsemi sjúkrahússins var skipt upp í þrjú klínísk svið: bráða- og þróunarsvið, handlækningasvið og lyflækningasvið auk sviðs fjármála og reksturs og er einn framkvæmdastjóri yfir hverju þeirra. Framkvæmdastjóri hjúkrunar gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra eins klínísku sviðanna og framkvæmdastjóri lækninga gegnir jafnframt stöðu framkvæmdastjóra eins klínísku sviðanna.
Endurskoðað stjórnskipulag og skipurit gildir frá 1. maí 2021.
Sjúkrahúsið á Akureyri - Stjórnskipulag 2021 (PDF)
ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI
Uppfært: mán 3.maí 2021