Í framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri sitja:
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri
Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Erla Björnsdóttir, mannauðsstjóri
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Hulda Sigríður Ringsted, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri handlækningasviðs
- Áður en forstjóri tekur mikilvægar ákvarðanir er varða þjónustu og rekstur stofnunar skal hann taka mál upp á vettvangi framkvæmdastjórnar og leita ráðgjafar og álits stjórnarmanna.
- Framkvæmdarstjórn skal boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum eftir þörfum og eigi sjaldnar en einu sinni á ári.
- Framkvæmdastjórn sjúkrahússins skal leitast við að upplýsa sveitarstjórn og notendur þjónustunnar í sínu umdæmi um starfsemi stofnunarinnar og hafa samráð við þá eftir þörfum.
- Forstjóri sjúkrahússins skal í samráði við framkvæmdarstjórn gera tillögu að skipuriti stofnunar og skal hún lögð fyrir ráðherra til staðfestingar.
Framkvæmdastjórn gerir áætlanir um heildarstarfsemi sjúkrahússins og leggur forstjóri þær fyrir velferðarráðuneyti til staðfestingar. Framkvæmdastjórn samhæfir starfsemi og vinnufyrirkomulag milli sviða en framkvæmdastjórar sviða bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á sínu sviði, með þeim takmörkunum sem heilbrigðislög setja, og bera ábyrgð á mannauðsmálum. Framkvæmdastjóri sviðs setur fram stjórnskipan og skipurit síns sviðs í samráði við forstjóra og aðra framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á gerð stofnanasamninga við stéttarfélög starfsmanna sjúkrahússins í samráði við kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
Önnur helstu verkefni framkvæmdastjórnar:
- Sjá um að sjúkrahúsið sinni skyldum sínum varðandi sjúklinga á sem bestan hátt innan þess fjárhagsramma sem sjúkrahúsinu er settur.
- Setja fram stefnu og framtíðarsýn fyrir sjúkrahúsið og vinna henni framgang.
- Vinna að því að markmiðum um starfsemi sé náð.
- Vinna fjárhagsáætlun og skipta henni niður á deildir og einstök verkefni.
- Sjá til þess að áætlanir séu haldnar, farið sé að lögum og fyrirmæli stjórnvalda virt.
- Sjá til þess að innra eftirlit sé virkt.
- Vinna að gerð ársreiknings og ársskýrslu.
- Skipuleggja og þróa gæðamál.
- Tryggja gott upplýsingaflæði innan sjúkrahússins.
- Sjá um að fram fari úrvinnsla tölulegra upplýsinga um starfsemina, kostnað og tekjur.
- Vinna áætlanir um húsnæði, tæki og öryggismál.
- Sjá til þess að til sé virk mannauðsstefna.
- Sjá til þess að starfsfólk þróist í starfi og skipuleggja símenntun.
- Stuðla að faglegum framförum, rannsókna- og vísindavinnu.
- Vinna að samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir.
- Efla sjúkrahúsið sem kennslusjúkrahús og tryggja samstarf og tengsl við háskóla og aðrar menntastofnanir.
- Fjalla um kvartanir og kærur sjúklinga.
Í framkvæmdastjórn er verkefnum skipt á milli einstakra framkvæmdastjórnarmanna skv. starfslýsingum, ábyrgðasviði og ákvörðun forstjóra. Framkvæmdastjórn deilir ábyrgð og valdi til ákvarðanatöku út til starfseininga sjúkrahússins í samræmi við gildandi stjórnskipulag. Hún leggur áherslu á þverfaglega samvinnu í allri starfseminni. Hún kallar aðra stjórnendur og starfsmenn til setu á framkvæmdastjórnarfundum eftir því sem við á.
Framkvæmdastjórn skal leitast við að ná samkomulagi um öll mál sem eru þar til afgreiðslu. Verði ágreiningur eða náist ekki samkomulag ræður atkvæði forstjóra niðurstöðu.
Uppfært: fim 20.jan 2022