Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri er Hildigunnur Svavarsdóttir.
Forstjóri starfar samkvæmt 9. grein laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Í 3. og 4. málsgrein laganna segir: „Ráðherra setur forstjóra heilbrigðisstofnunar erindisbréf þar sem tilgreind skulu helstu markmið í þjónustu og rekstri stofnunar og verkefni hennar til lengri og skemmri tíma. Forstjóri ber ábyrgð á að stofnun sem hann stýrir starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf skv. 3. mgr. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“
Forstjóri velur sér staðgengil. Núverandi staðgengill forstjóra er framkvæmdastjóri handlækningasviðs. Í fjarveru valins staðgengils tilnefnir forstjóri tímabundinn staðgengil úr hópi framkvæmdastjóra sé þess þörf.
Undir forstjóra heyra framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga, framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs, framkvæmdastjóri handlækningasviðs, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs og starfsmannaþjónusta. Auk þess heyra undir forstjóra eftirfarandi nefndir: Jafnréttisnefnd, nýtingarnefnd húsnæðis, siðanefnd, stuðningsteymi starfsmanna og öryggisnefnd.
Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007
Erindisbréf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Pistlar forstjóra
Uppfært: fim 9.des 2021