Mannauðsstjóri

Mannauðsstjóri Sjúkrahússins á Akureyri er Erla Björnsdóttir. Mannauðsstjóri er forstöðumaður starfsmannaþjónustu og skrifstofu forstjóra og ber

Mannauðsstjóri

Mannauðsstjóri Sjúkrahússins á Akureyri er Erla Björnsdóttir.

Mannauðsstjóri er forstöðumaður starfsmannaþjónustu og skrifstofu forstjóra og ber ábyrgð gagnvart forstjóra á að starfsmannaþjónustan starfi í  samræmi við markmið og stefnu Sjúkrahússins á Akureyri.´

Ábyrgð mannauðsstjóra er sem hér segir:

Stefnumótun starfseiningar, eftirfylgni markmiða og mannauðsmælikvarða.

Mótun, framkvæmd og eftirfylgni með:

  • Mannauðsstefnu
  • Starfsþróunarstefnu
  • Heilsuverndarstefnu
  • Launastefnu
  • Öðrum stefnum er snerta mannauðsmál

Skipulag innra gæða- og þróunarstarf starfseiningar og umsjón með gerð skriflegra verkferla og starfslýsinga starfsmanna hennar.

Ábyrgð á launavinnslu sjúkrahússins.

Samræming mannauðstengdra verkefna, gerð vinnuleiðbeininga og miðlun þekkingar innan stofnunar.

Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna á sviðum mannauðsmála.

Umsjón með ráðningarferli, gerð starfslýsinga, ráðningarsamninga, starfsmats, árangursmats, starfsþróunar, heilsueflingu, launa- og kjaramálum o.fl. þáttum er snerta mannauðsmál.

Leiðir vinnu við gerð og framkvæmd vinnustaðasamninga og annarra kjaratengdra samninga.

Ber ábyrgð á skjalastjórnun og verkefnastjórnun á verkefnum framkvæmdastjórnar

Umsjón með faglegum tengslum við aðrar stofnanir og fyrirtæki á sviði mannasuðsmála.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112