Gæðastarf

Alþjóðleg gæðavottunSjúkrahúsið á Akureyri er með alþjóðlega gæðavottuná starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka

Gæðastarf Sjúkrahússins á Akureyri

Alþjóðleg gæðavottun
Sjúkrahúsið á Akureyri er með alþjóðlega gæðavottuná starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun. Vottunin var upphaflega veitt síðla árs 2015 og er nú endurnýjuð í tvígang og gildir til síðla árs 2024. Vottunaraðilinn er alþjóðlega fyrirtækið DNV GL sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á þessu sviði í heiminum. Jafnframt hlaut SAk vottun á allri sinni starfsemi samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum vorið 2019 og eftir endurnýjun síðla árs 2021 gildir sú vottun til fyrri part árs 2025.

Sjúkrahúsið er einnig með alþjóðlega vottun á samkvæmt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 sem veitt var upphaflega árið 2019 og var endurnýjuð á haustmánuðum 2021. Úttektaraðli er BSI (British Standard Institution ) á Íslandi. Staðall þessi rammar inn alla vinnu er varðar stjórnun upplýsingaöryggis á sjúkrahúsinu.

Sjúkrahúsið hlaut jafnlaunavottun ÍST 85:2012 í byrjun árs 2020 og gildir sú vottun í 3 ár en vottunaraðilinn er BSI (British Standard Institution) Bretlandi. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Gæðaráð

Gæðaráð er framkvæmdaraðili gæðastefnunnar. Það veitir gæðastarfi forystu og leitast við að bæta öryggi og vinnulag á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika, tilvika og afleiðinga þeirra. Gæðaráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í gæða- og umbótastarfi. Gæðaráð hefur umsjón með rekstri gæða- og atvikaskráningakerfis sjúkrahússins. Ráðið heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði.
 
Í gæðaráði sitja sjö fulltrúar lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna og þrír til vara. Framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs skipar í gæðaráð til þriggja ára í senn.
 

Starfandi gæðastjóri er Hannes Bjarnason.

 
Erindi til gæðaráðs
Hægt er að senda ábendingar eða erindi til gæðaráðs með því að smella hér.
 

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112