Gæðastefna
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sett sér gæðastefnu þar sem grundvöllur gæðastarfsins er sjúklingurinn og aðstandendur hans. Með gæðastefnunni setur SAk sér þau markmið að:
- Uppfylla þarfir og væntingar skjólstæðinga.
- Veita skjólstæðingum skilvirka og örugga þjónustu.
- Gæðahandbók sé virk og notendavæn.
- Tryggja þjónustu óháð skipulagi.
- Ferli séu sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda.
- Þverfaglegt samstarf og teymisvinna sé í fyrirrúmi.
- Vinna markvisst að stöðugum umbótum.
- Fylgjast með lykilþáttum í starfseminni.
- Bregðast kerfisbundið við frávikum.
- Birgjar uppfylli skilgreindar þarfir, gæðakröfur og gæðastaðla.
- Starfsmenn séu virkir þátttakendur í gæðastarfi.
- Sjúkrahúsið sé faggilt skv. DNV –GL Healthcare og vottað skv. ISO 9001, 14001, 27001 og 45001.
- Fylgja viðeigandi kröfum.
Forstjóri, framkvæmdastjórn, heilbrigðisstarfsfólk og stjórnendur bera ábyrgð á því að gæðastefnu SAk sé framfylgt. Með gæðastarfi sjúkrahússins skal séð til þess að úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir sem gripið er til innan stofnunarinnar sé hrint í framkvæmd, árangur mældur og fylgst sé með framvindu þeirra.
Alþjóðleg gæðavottun
Sjúkrahúsið á Akureyri er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun. Vottunin var upphaflega veitt 18. desember 2015 og endurnýjuð í lok árs 2018 til næstu þriggja ára. Vottunaraðilinn er alþjóðlega fyrirtækið DNV GL sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á þessu sviði í heiminum. Jafnframt hlaut SAk vottun á allri sinni starfsemi samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum vorið 2019 og gildir sú vottun til 2022.
Gæðaráð
Gæðaráð er framkvæmdaraðili gæðastefnunnar. Það veitir gæðastarfi forystu og leitast við að bæta öryggi og vinnulag á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika, tilvika og afleiðinga þeirra. Gæðaráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í gæða- og umbótastarfi. Gæðaráð hefur umsjón með rekstri gæða- og atvikaskráningakerfis sjúkrahússins. Ráðið heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði.
Gæðaráð er framkvæmdaraðili gæðastefnunnar. Það veitir gæðastarfi forystu og leitast við að bæta öryggi og vinnulag á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika, tilvika og afleiðinga þeirra. Gæðaráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í gæða- og umbótastarfi. Gæðaráð hefur umsjón með rekstri gæða- og atvikaskráningakerfis sjúkrahússins. Ráðið heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði.
Í gæðaráði sitja sjö fulltrúar lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna og þrír til vara. Framkvæmdastjóri bráða- og þróunarsviðs skipar í gæðaráð til þriggja ára í senn.
Gæðastjóri er Hulda Rafnsdóttir.
Erindi til gæðaráðs
Hægt er að senda ábendingar eða erindi til gæðaráðs með því að smella hér.
Hægt er að senda ábendingar eða erindi til gæðaráðs með því að smella hér.
Uppfært: fös 12.júl 2019