Starfsmannaþjónusta

Starfsmannaþjónusta framfylgir stefnu framkvæmdastjórnar í starfsmannamálum á hverjum tíma og skal jöfnum höndum tryggja að starfsmenn sinni skyldum sínum

Starfsmannaþjónusta


Mannauður á SAkStarfsmannaþjónusta framfylgir stefnu framkvæmdastjórnar í starfsmannamálum á hverjum tíma og skal jöfnum höndum tryggja að starfsmenn sinni skyldum sínum og að réttinda þeirra sé gætt í hvívetna. Starfsmannaþjónusta veitir ráðgjöf og aðstoð í starfsmannamálum: Þar á meðal við ráðningaferli, gerð starfslýsinga, árangursmat, starfsmat, starfsþróunarmál starfsmanna og gerð starfsreglna um ýmis framkvæmdaatriði í starfsmannamálum.

Starfsmannaþjónusta hefur umsjón með fræðslu starfsmanna og er mannauðsstjóri formaður fræðslunefndar sem heyrir undir starfsmannaþjónustu. Starfsmannaþjónusta kemur að gerð kjarasamninga eftir atvikum og hefur umsjón með gerð og framkvæmd stofnanasamninga. Starfsmannaþjónusta hefur jafnframt umsjón með launavinnslu.

Heilsuefling starfsmanna fellur jafnframt undir starfsmannaþjónustu. Þá getur hluti af verkefnum starfsmannaþjónustu verið að leiða starfsemi sem lýtur að víðtækri samvinnu starfsmanna, til dæmis á sviði gæðamála og stefnumótunar.

Starfsmannaþjónustan heyrir undir skrifstofu forstjóra. Forstöðumaður starfsmannaþjónustu er jafnframt mannauðsstjóri. Mannauðsstjóri ber ábyrgð gagnvart forstjóra á framkvæmd mannauðsstefnu.

Mannauðsstjóri er Erla Björnsdóttir.

Sjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsvegi
IS 600 Akureyri

Sími +354 4630100 / Fax +354 4624621

Kt. 580269-2229

sak@sak.is 

Skiptiborð

s.

463 0100

Vaktlæknir

s.

1700

Neyðarlínan

s.

112