Lögformleg staða
Sjúkrahúsið á Akureyri kt. 580269-2229 er sérstök ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og í samræmi við reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli er varða starfsemi þess. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn þeirra málaflokka sem stofnuninni hefur verið falin framkvæmd á. Samkvæmt ofangreindum lögum er Sjúkrahúsið á Akureyri kennslusjúkrahús. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi.
Sjúkrahúsinu á Akureyri er heimilt með samþykki ráðherra að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum sem eru hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða félög með takmarkaða ábyrgð og stunda framleiðslu og sölu í því skyni að hagnýta og þróa niðurstöður rannsókna sem sjúkrahúsið vinnur að hverju sinni. Forstjóri sjúkrahússins fer með eignarhlut þess í slíkum fyrirtækjum.
Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri, m.a. hvaða sérhæfða þjónusta skuli veitt á sjúkrahúsinu.
Forstjóri veitir sjúkrahúsinu forstöðu og er hann skipaður af heilbrigðisráðherra. Forstjóri heyrir beint undir heilbrigðisáðherra.
Ábyrgðartrygging
Um ábyrgðartryggingar fer samkvæmt reglum um ríkisstofnanir. Starfsemi stofnunarinnar er unnin í umboði stjórnvalda og ábyrgist ríkissjóður þær.
Viðskiptaskilmálar
Almennir viðskiptaskilmálar Sjúkrahússins á Akureyri gilda um starfsemi hennar auk laga og reglugerða sem henni er gert að fara eftir. Gjaldskrá stofnunarinnar er að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.
Endurskoðun bókhalds
Bókhald Sjúkrahússins á Akureyri er endurskoðað árlega af ríkisendurskoðun.
Tilvísanir
Heilbrigðisþjónusta og réttindi sjúklinga:
Uppfært: mið 17.jan 2018