Skerðing verður á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri sumarið 2021 á eftirfarandi deildum samkvæmt starfsemis- og rekstraráætlun ársins.
DEILD |
SKERÐINGARTÍMABIL |
Almenn göngudeild |
Móttaka dagsjúklinga lokuð á föstudögum frá og með 17. júní til og með 19. ágúst. Meltingarfæraspeglun lokuð frá og með 8. júlí til og með 12. ágúst. Smáaðgerðastofan lokuð 20. júní til og með 12. ágúst. Ljósameðferð er lokuð frá og með 13. júní til og með 5. ágúst. Sáramóttaka verður með skerta starfsemi frá 21. júní fram til 20. ágúst. Á þeim tíma verður opið á mánudögum og fimmtudögum. Sáramóttakan er lokuð 19. júlí til og með 23. júlí og mun þá heilsugæslan sinna göngudeildarsjúklingum á tímabilinu. Hjúkrunarfræðingur í starfsmannaheilsuvernd verður í fríi 19. júlí til og með 13. ágúst. Innkirtlamóttöka hjúkrunarfræðinga lokuð frá og með 4. júlí til og með 5. ágúst. Skerðing verður á þjónustu heimahlynningar meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. Telkið verður á móti bráðabeiðnum. |
Barnadeild – barnalækningar |
Bráðastarfsemi á sumarorlofstíma. Skerðing 23. maí til og með 31. ágúst.. Þjónusta við ferlisjúklinga verður skert að hluta vegna orlofa. |
Deild mennta og vísinda |
Skerðing á starfsemi yfir sumarleyfistíma vegna sumarleyfa starfsfólks, engin afleysing. |
Geðdeild – geðlækningar |
Skerðing frá 30. maí til 19. september.
|
Kristnesspítali |
Sumarleyfi starfsmanna/lokað : 02.07.22-07.08.22 Göngudeild öldrunarlækninga: Lokað 02.07.22-07.08.22 og skert starfsemi í ágúst. |
Myndgreiningadeild |
Á sumarleyfistíma er samdráttur í valstarfsemi klínískra deilda og taka verkefni myndgreiningar mið af því. |
Rannsóknadeild |
Á sumarleyfistíma er samdráttur í valstarfsemi klínískra deilda og taka verkefni rannsóknadeildar mið af því. |
Skurðlækningadeild: |
Möguleg valstarfsemi tekur mið af bráðastarfsemi og aðgengi að skurðstofum. |
Innritunarmiðstöð |
Dregið verður úr starfsemi innritunarmiðstöðvar á skerðingartímabilum skurðstofu. |
Skurðstofur og svæfingar |
Frá og með 11. apríl til og með 13. apríl: 3 einingar opnar á viku fyrir valstarfsemi. Þar að auki 1,5 eining fyrir bráðaaðgerðir. Frá og með 30. maí til og með 16. júní: 7 einingar opnar á viku fyrir valstarfsemi. Þar að auki 2,5 einingar fyrir bráðaaðgerðir. Frá og með 20. júní til og með 5. ágúst: 5 einingar opnar á viku fyrir valstarfsemi og bráðaaðgerðir. Frá og með 8. ágúst til og með 26. ágúst: 7 einingar opnar á viku fyrir valstarfsemi. Þar að auki 2,5 einingar fyrir bráðaaðgerðir. Möguleiki er að auka sumarstarfsemi ef þörf krefur svo hægt verði að sinna fyrirhuguðum verkefnum. Það skal gert í samráði við framkvæmdastjóra sviðsins. 27. til 30. desember verða eingöngu bráðaaðgerðir. |
Uppfært: fös 20.maí 2022